spot_img
HomeFréttirHvergerðingar ekki búnir að gefast upp

Hvergerðingar ekki búnir að gefast upp

08:55

{mosimage}
(Hamarsmenn unnu á heimavelli)

Hamar vann Keflavík 94-88 í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi. Með sigrinum er liðið ekki fallið og geta enn haldið sér uppi.

Leikurinn var í járnum allan tímann og munurinn ávallt lítill. Í lokin reyndust Hvergerðingar sterkari og unnu. Sigur þeirra er enn athyglisverðari að liðið lék án Roni Leimu sem var veikur og fyrir nokkru létu þeir bandaríska leikmanninn sinn frá sér.

Stigahæstur hjá Hamar var Roman Moniak með 32 stig Svavar Pálsson skoraði 23.

Hjá Keflavík var Magnús Þ. Gunnarsson með 29 stig og þeir Bobby Walker og Anthony Anthony Susnjara með 18 stig hvor.

Umfjöllun um leikinn er á visir.is.

Tölfræði

[email protected]

Mynd úr safni: Sævar Logi

Fréttir
- Auglýsing -