spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karla"Hver úrslitakeppni á sitt líf og hvert einvígi á sitt líf"

“Hver úrslitakeppni á sitt líf og hvert einvígi á sitt líf”

Íslandsmeistarar Vals óku á móti Þór í Origo Höllinni í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna. Fyrir leikinn vann Þór fyrstu tvo leikina og gátu þeir því með sigri í kvöld tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið. Með öruggum sigri náði Valur hinsvegar að halda sér á lífi og er næsti leikur liðanna í Þorlákshöfn komandi sunnudag 30. apríl.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Finn eftir nokkuð þægilegan sigur í kvöld:

Það gátu bara Valsmenn haft gaman af þessum leik og varla það…en þér er alveg sama um það?

Ja, þetta snýst bara um það að ná sigrunum. Það hefur auðvitað haft mikil og stór áhrif að Shahid var ekki með, hann er stór hluti af leikplaninu hjá báðum liðum. Svo dettur Semple út og þá verður þetta svolítið furðulegur leikur þar sem mér leið eins og menn ætluðu að skora 5-6 í hverri sókn og að þeir mættu helst ekki skora stig. En við báðum að byggja um smá mun og fundum smá comfort og þá varð þetta bara skyldusigur.

Akkúrat. Stutt viðtöl geta líka verið góð…við förum bara í næsta leik og það verður svolítið leikurINN, Þórsarar ætla að sjálfsögðu að reyna að klára seríuna í næsta leik…

Ja, ég er búinn að vera í nokkrum úrslitakeppnum og næsti leikur er alltaf leikurINN, fyrir okkur var þetta leikurinn, næsti leikur verður það líka fyrir okkur og vonandi getum við búið til þá stöðu að komast hingað aftur og þá verður það leikurINN! Hver úrslitakeppni á sitt líf og hvert einvígi á sitt líf og þetta einvígi hefur tekið á sig myndir sem við vildum helst ekki, komum flatir út í fyrsta leik og þeir taka stjórnina, þeir koma mjög stemmdir út í leik tvö og halda control og stilla okkur upp við vegginn. En nú erum við búnir að ná þessum eina og bara næsti leikur!

Fréttir
- Auglýsing -