Oddaviðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildar karla fer fram í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL-Höllinni og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Það lið sem hefur sigur í leik kvöldsins mætir Keflavík í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er 2-2 þar sem allir sigrarnir í einvíginu hafa komið á útivelli. Miðasala í DHL-Höllinni hefst kl. 17:00 í dag.
Vesturbæingar kynda upp í grillunum frá kl. 17:30 í félagsheimili KR og hleypt verður inn í salinn kl. 18:00 eða jafnvel fyrr ef þörf reynist vera á því. Pallar verða fyrir aftan báðar körfurnar og samkvæmt tilmælum frá stjórn KKD KR eru vallargestir beðnir um að þjappa sér vel saman í húsinu svo flestir komist fyrir. Von er á fjölmenni og því um að gera að mæta tímanlega.
KR-Snæfell
Oddaleikur
DHL-Höllin kl. 19:15
Fjölmennum á völlinn!



