spot_img
HomeFréttirHver leiddi Jordan og Nike saman?

Hver leiddi Jordan og Nike saman?

Þegar Michael Jordan hóf leik í NBA deildinni hafði hann aldrei stigið fæti í Nike skó.  "Ég var meira svona Converse og Adidas kall. Foreldrar mínir neyddu mig í höfuðstöðvar Nike í Oregon til að hlusta á það sem þeir höfðu að bjóða." er haft eftir sjálfum kónginum í viðtali vestra.  Maður að nafni Sonny Vaccaro hefur farið geyst í miðlum og sagt sig vera höfundinn af þessu hamingjusama hjónabandi Nike og Jordan. En Jordan sjálfur segir að maður að nafni George Raveling hafi verið "presturinn" sem skvetti heilögu vatni yfir samninginn og komið honum í kring. 

 

George var með mér á Ólympíuleikunum árið 1984 og sagði mér að ég yrði að prufa Nike og að ég yrði að fá mér Nike skó. Á þeim tíma var Raveling þjálfari IOWA háskólans og hafði gert samning við Nike sem var þá gerður í gegnum Sonny Vaccaro.  "Ég féll algerlega fyrir þessari hugmynd á sínum tíma þegar Nike kynnti fyrir mig Air Jordan og öllu sem því myndi mögulega fylgja ef vel gengi. 

 

"Þeir ljúga allir.  Phil Knight er að ljúga, Michael er að ljúga meira og Raveling er bara geðveikur." sagði Sonny Vaccaro sem vann hjá Nike frá 1977 allt til 1991 þegar hann var rekinn án nokkurra útskýringa til almennings. Hann fór svo seinna að vinna hjá Adidas.   "Allir eru að reyna að endurskrifa söguna. En þetta nær töluvert lengra en Jordan merkið.  Ég bjargaði Nike á sínum tíma." var haft eftir Vaccaro í viðtali.

 

Málið er nokkuð flókið og hægt er að lesa meira um það hér.

Fréttir
- Auglýsing -