Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fjölmiðlamógúlnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Ármann Vilbergsson Grindvíkingur og Borgnesingurinn Atli Aðalsteinsson.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í fyrstu deild karla.
Meðal þess sem er til umræðu er kraftröðun fyrir deildina, en í henni eru Höttur taldir sterkasta liðið, Breiðablik þar á eftir og Skallagrímur þeir þriðju sterkustu.
Sé litið á hinn enda töflunnar er Fylkir í neðsta sætinu, Þór Akureyri í 11. sætinu og Hamar 10. sterkasta lið deildarinnar.
Kraftröðunina er hægt að sjá hér fyrir neðan.




