Nú í dag á síðustu æfingu Keflvíkinga fyrir leikinn stóra gegn Njarðvík á morgun fengum við hjá Karfan TV að heyra í nokkrum leikmönnum Keflvíkinga. Magnús Þór Gunnarsson hefur stillt af miðið ef marka má þriggjastiga keppnina í gær en hann sagði að leikformið ætti að koma í ljós á morgun. Gunnar Ólafsson sem kláraði Njarðvíkinga í síðasta leik liðana sagðist ekki munu skorast undan ef leitað yrði til hans aftur og svo “fíraði” Michael Craion vel í bálinu fyrir morgundaginn. Hægt er að sjá viðtöl við þessa kappa hér að neðan.
Mynd: Gunnar Ólafsson setti síðustu stig Keflvíkinga gegn Njarðvík síðast. Hvað gerist á morgun?



