spot_img
HomeFréttirHver er Obradovic? Kallinn hefur unnið Euroleague átta sinnum!

Hver er Obradovic? Kallinn hefur unnið Euroleague átta sinnum!

 
Um síðastliðna helgi landaði Serbinn Zeljko Obradovic sínum áttunda Evrópumeistaratitli og þeim fimmta með gríska liðinu Panathinaikos þegar liðið lagði Maccabi Electra að velli 78-70. Sigurganga Obradovic í meistaradeild Evrópu hófst árið 1992 þegar hann vann með Partizan Belgrade og hefur lengi verið skrifaður á meðal bestu þjálfara álfunnar.
Árið 1994 vann hann með DKV Joventut, 1995 með Real Madrid og síðustu fimm Evrópumeistaratitlar snillingsins hafa komið með gríska stórveldinu Panathinaikos.
 
Eftir sigurinn um helgina færði Obradovic stuðningsmönnum gleðitíðindi því hann ætlar að þjálfa mikið lengur en þessi 51 árs gamli Serbi var fyrrum leikmaður og vann m.a. til silfurverðlauna með liði Júgóslavíu á Ólympíuleikunum 1988 og þá varð hann heimsmeistari með liðinu árið 1990.
 
Lífið hefur ekki verið eintómur dans á rósum hjá Obradovic sem hætti snemma sem leikmaður þar sem hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir að aka á og valda dauða gangandi vegfaranda. Þjálfarinn sigursæli lék í nokkra mánuði eftir fangelsisvistina en snéri sér fljótlega að þjálfun og eftir að hafa orðið heimsmeistari sem leikmaður árið 1990 varð hann Evrópumeistari félagsliða árið 1992 með Partizan Belgrade.
 
Árið 1999 tók Obradovic við Panathiniakos eftir að hafa unnið þrjá Evrópumeistaratitla með þrjú mismunandi félagslið og á sínum tíma í Grikklandi er hann nú búinn að landa fimm Evróputitlum. Sem stjóri Panathinaikos hefur hann tíu sinnum unnið deildina í Grikklandi og sex sinnum orðið bikarmeistari.
 
Liðin sem Obradovic hefur þjálfað:
 
1991-92 Partizan (Serbia)
1992-93 Partizan (Serbia)
1993-94 Joventut Badalona (Spain)
1994-95 Real Madrid (Spain)
1995-96 Real Madrid (Spain)
1996-97 Real Madrid (Spain)
1997-98 Benetton Basket (Italy)
1998-99 Benetton Basket (Italy)
1999-00 Panathinaikos (Greece)
2000-01 Panathinaikos (Greece – Suproleague)
2001-02 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2002-03 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2003-04 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2004-05 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2005-06 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2006-07 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2007-08 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2008-09 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
2009-10 Panathinaikos (Greece – Euroleague)
 
Fréttir
- Auglýsing -