spot_img
HomeFréttirHvar liggja möguleikar Malaga gegn Barcelona?

Hvar liggja möguleikar Malaga gegn Barcelona?

Jón Arnór Stefánsson hefur leik á föstudag með liði Unicaja Malaga í fjögura liða úrslitum ACB deildarinnar á Spáni gegn liði Barcelona.  Liðin enduðu deildina með jafnmörg stig  (bæði með 25 sigra og 9 tapleikien Barcelona var með betri útkomu úr innbyrðis viðureignum og því hafa þeir heimaleikjaréttinn. 

 

Leik fyrirkomulagið er þannig að það lið sem er á undan að vinna þrjá leiki (best of 5) fer áfram í úrslita einvígið.  Fyrstu tveir leikirnir verða háðir á heimavelli Barcelona og svo næstu tveir í Malaga. Ef til oddaleiks kemur þá verður hann háður á heimavelli Barcelona.

 

Í fyrri leik liðana í vetur tapaði Malaga 114:110 þar sem Jón Arnór spilaði 24 mínútur og skoraði 9 stig en sá leikur var framlengdur. Liðin mættust síðan aftur á heimavelli Malaga og þar sigraði Barcelona aftur 61:74. Í þeim leik spilaði Jón Arnór 13 mínútur og setti niður 6 stig.  Það er því vissulega komin tími fyrir þá Malaga-menn að leggja Barcelona. 

"Okkar möguleikar gegn Barcelona liggja í því að  spila pressulausir og spila okkar besta varnarleik. Svo þurfum við líka að vilja þetta meira en þeir.  Við getum vel unnið þá og þurfum að trúa því." sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Karfan.is

 

Mikil stemmning hefur myndast í kringum liðið á heimavelli ef miðað er við oddaleikinn gegn Laboral Kutxa nú á mánudag.  Stuðningsmenn láta í sér og heyra og eins fáránlega og það hljómar í 30 stiga hitanum er megnið af stuðningsmönnum með treflana sína á leik.  Þessi staðreynd (þó ekki treflarnir) gætu verið vendipunkturinn í þessari seríu nái Malaga að stela sigri í Barcelona. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í vetur á heimavelli, báðir á lokasprettinum. Annar einmitt gegn Barcelona og svo rándýrt tap gegn fyrrum félögum Jóns, CAI Zaragoza. 

 

Liðinu hefur gengið vel í vetur og meira segja lagt risann frá Madrid í hörkuleik. Sú staðreynd ætti strax að gefa liðinu byr fyrir þetta einvígi gegn Barcelona því undirritaður hefur séð þessa Madrid-maskínu við störf og óhætt að segja að leikur þeirra er skipulagður og einstaklega vel agaður svo ekki sé minnst á þann mannskap sem þeir hafa til að velja úr. 

 

Vamos Unicaja!

Fréttir
- Auglýsing -