spot_img
HomeFréttirHvar leikur ein skærasta stjarnan á næstu leiktíð?

Hvar leikur ein skærasta stjarnan á næstu leiktíð?

Flest alla leikmenn dreymir um að verða goðsögn meðal stuðningsmanna síns liðs. Að kveðja klúbbinn sinn með því að sýna snilldarakta og leiða félagið til sigurs gegn einu sterkasta liði heims er eitthvað sem fáir geta státað af en þó er það hlutskipti eins skærustu stjörnu Evrópu.
Tiago Splitter var valinn besti leikmaður úrslitanna á Spáni í síðustu viku er lið hans Caja Laboral varð spænskur meistari eftir að hafa sópað Evrópumeisturum Barcelona í úrslitunum. Splitter var frábær í allan vetur og stjarna þessa 25 ára gamla miðherja skín sem skærast nú um stundir. Caja Laboral vann Barcelona á ævintýralegan hátt í þriðja leiknum sem var í Vitoria og sópaði þeim út 3-0.
 
Hann er með samning við Caja Laboral frá Vitoria til árins 2012 en hann er með ákvæði í samning sínum um að hann geti farið í NBA ef hann vill. San Antonio valdi hann árið 2007 í nýliðavalinu og því er líklegt að þessi skærasta stjarna Brasilíu verði með kúrekahatt og á pallbíl í Texas á næstu leiktíð.
 
Splitter hefur leikið með Caja Laboral síðan hann var 18 ára og er talinn afar líklegur að yfirgefa Spán og halda til Bandaríkjanna. Hann vill þó ekkert gefa upp og sagði við fjölmiðla að hann hann væri að hugsa málið. ,,Ég veit ekki enn hvað ég geri,” sagði Splitter og bætti við. ,,Ef þetta var minn síðasti leikur í Vitoria, var þetta besti dagurinn til að kveðja. Ég þarf að hugsa vel um það hvað ég geri og hvað er best fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er með samning en get farið.”
 
Forseti Caja Laboral Josean Querejeta er þó viss um að Splitter fari í NBA og feti í fótspor Luis Scola en hann lék með stórveldinu frá Vitoria áður en hann hélt yfir hafið og gekk til liðs við Houston í NBA. ,,Hans þrá er að fara í NBA og hann verður þar án efa á næstu leiktíð. Það er ekki búið að staðfesta þetta en það líklegasta er að hann fari í NBA,” sagði forsetinn og bætti við. ,,Tiago er ómissandi en við erum að tala um þann leikmann sem er án efa besti miðherji Evrópu.
 
Á meðan hann ákveður framtíð sína verður hann í eldlínunni með Brasilíu á HM í Tyrklandi í haust.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -