Samkvæmt nýlegri úttekt HoopsHype væru samantekin laun leikmanna fæddra í Los Angeles (142.455.479 $) með hæstu samtöluna. Það ætti svo sem ekki að koma neitt svakalega á óvart, þar sem það er einnig sú borg sem að framleiðir hvað mest (24) af NBA leikmönnum. Næst á listanum fylgir svo stærsta borg Bandaríkjanna, New York (89.970.451 $) og í 3. sæti er svo Chicago (68.106.072 $)
Aðeins 3 borgir utan Bandaríkjanna komast inn á topp 15. Barcelona á Spáni (39.837.760 $) með 3 leikmenn, Melbourne í Ástralíu (32.185.220 $) með 3 leikmenn og Toronto í Kanada (30.028.899 $) með 5 leikmenn.