spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHvalreki á fjörur Vals ,,Hlakka til að vinna með öflugum hópi"

Hvalreki á fjörur Vals ,,Hlakka til að vinna með öflugum hópi”

Þóranna Kika Hodce Carr hefur samið við Val fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.

Þóranna er að upplagi úr Keflavík, en hún kemur til Vals úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur leikið síðustu ár, en síðast var hún með Loyola skólanum í Chicago. Áður en Þóranna fór út hafði hún unnið alla titla með Keflavík og var hún komin í íslenska A landsliðið 2019.

„Ég er mjög spennt að ganga til liðs við Val fyrir komandi tímabil. Eftir góð samtöl við Jamil og vandlega íhugun fannst mér þetta vera rétta umhverfið fyrir mig. Ég hlakka til að vinna með öflugum hópi og verða hluti af Valsfjölskyldunni!“ segir Þóranna í tilkynningu með félagaskiptunum.

„Þóranna er leikmaður með mikla orku og mun færa liðinu mikið á komandi tímabili. Hennar árásargjarni leikstíll og reynsla úr NCAA mun styrkja liðið og ég hlakka til að sjá hana á vellinum.“ segir Jamil þjálfari í fréttatilkynningu.

Fréttir
- Auglýsing -