Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru sá raunverulegi Tómas Steindórsson og Valsarinn Steinar Aronsson. Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Meðal þess sem Run and Gun fer yfir er hversu góðar viðbætur liðanna hafa verið á síðustu vikum og setja þeir saman lista með þeim nýju leikmönnum sem vega mest. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan og umræðuna má nálgast í síðasta þætti af Run and Gun hér fyrir neðan.
Bestu viðbótina telja þeir Hilmar Smára Henningsson sem samdi á nýjan leik við Stjörnuna á dögunum, í öðru sætinu er svo nýr leikmaður Keflavíkur Remy Martin og því þriðja Keyshawn Woods hjá Val.




