Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er Strikerinn Árni Jóhannsson.
Farið er yfir fréttir vikunnar, Jólabónus, síðustu umferð í Bónus deild karla, hvaða leikmönnum er best að bakka frá í deildinni, hrap Grindavíkur í Garðabæ, vandræði í Vesturbænum og margt fleira.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify
Þá er einnig umræða um hvaða leikmenn hafa sýnt mestu framfarir þetta tímablið í deildinni. Farið er yfir fimm leikmanna lista þeirra leikmanna sem komið hafa mest á óvart og sýnt miklar framfarir á tímabilinu.
Listann er hægt að lesa hér fyrir neðan, en efstur á blaði á honum er leikmaður KR Friðrik Anton Jónsson. Eftir að hafa verið með aðeins eitt stig að meðaltali í leik í Bónus deildinni á síðustu leiktíð hefur Friðrik Anton heldur betur nýtt tækifæri sín með liði KR það sem af er þessu tímabili. Í níu leikjum er hann með að meðaltali 13 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá listann:
- Friðrik Anton Jónsson (KR)
- Tómas Orri Hjálmarsson (ÍR)
- Ragnar Ágústsson (Tindastóll)
- Hilmar Pétursson (Keflavík)
- Emil Karel Einarsson (Þór)



