Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er Strikerinn Árni Jóhannsson.
Farið er yfir fréttir vikunnar, Jólabónus, síðustu umferð í Bónus deild karla, hvaða leikmenn hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabilai, hrap Grindavíkur í Garðabæ, vandræði í Vesturbænum og margt fleira.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify
Þá er einnig umræða um hvaða leikmönnum vænlegast sé að bakka frá og gefa skotið í Bónus deild karla. Valinn er fimm leikmanna listi leikmanna sem andstæðingum og stuðningsmönnum þeirra ætti að vera ljúft að bakka frá og hreinlega leyfa að skjóta miðað við þá skotnýtingu sem þeir eru að bjóða upp á það sem af er deildarkeppni.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá he´s with us listann með þriggja stiga nýtingu leikmanna í leik fyrir aftan:
1. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR 2/9
2. Sigurður Pétursson – Álftanes 1/5
3. Lazar Nikolic – Valur 1/5
4. Pablo Bertone – Stjarnan 0.3/3
5. Shawn Hopkins – Álftanes 1/5



