spot_img
HomeFréttirHvaða aðferðir notar Ísland til að stöðva Markkanen?

Hvaða aðferðir notar Ísland til að stöðva Markkanen?

 

Ein af stjörnum þessa lokamóts EuroBasket er hinn tvítugi finni Lauri Markkanen sem leikur á móti Íslandi í kvöld. Lið hans hefur komið öllum á óvart og unnið þrjá af fjórum leikjum sínum til þessa í riðlakeppninni. Markkanen hefur skilað flottum frammistöðum í þessum leikjum. Er fjórði allra leikmanna í framlagi á mótinu, sæti fyrir neðan leikmann Slóveníu, Goran Dragic og sæti ofar en leikmaður Spáns, Pau Gasol.

 

Þá er hann þriðji í stigum að meðaltali í leik með 22.5, en þar er Dragic efstur með 25 og þjóðverjinn Dennis Schroder annar með 23 stig.

 

Finnland vann sinn þriðja leik á mótinu í gær gegn sterku liði Grikklands, en samkvæmt fregnum er gríska pressan æf yfir þeim úrslitum. Grikkir reyndu þó margt og mikið til þess að stoppa ungstirnið í leik gærkvöldsins, eins og sjá má hér fyrir neðan. Á þetta var dæmd venjuleg óíþróttamannsleg villa og engum sparkað út. Spurningin er hvort að Ísland sjái sér betri kost en þennan til þess að stemma stigum við Markkanen í kvöld?

 

Hérna er meira um tölfræði af mótinu

 

 

Liðsfélagi Lauri á Twitter:

 

 

Myndband frá brotinu:

Fréttir
- Auglýsing -