Ein af stjörnum þessa lokamóts EuroBasket er hinn tvítugi finni Lauri Markkanen sem leikur á móti Íslandi í kvöld. Lið hans hefur komið öllum á óvart og unnið þrjá af fjórum leikjum sínum til þessa í riðlakeppninni. Markkanen hefur skilað flottum frammistöðum í þessum leikjum. Er fjórði allra leikmanna í framlagi á mótinu, sæti fyrir neðan leikmann Slóveníu, Goran Dragic og sæti ofar en leikmaður Spáns, Pau Gasol.
Þá er hann þriðji í stigum að meðaltali í leik með 22.5, en þar er Dragic efstur með 25 og þjóðverjinn Dennis Schroder annar með 23 stig.
Finnland vann sinn þriðja leik á mótinu í gær gegn sterku liði Grikklands, en samkvæmt fregnum er gríska pressan æf yfir þeim úrslitum. Grikkir reyndu þó margt og mikið til þess að stoppa ungstirnið í leik gærkvöldsins, eins og sjá má hér fyrir neðan. Á þetta var dæmd venjuleg óíþróttamannsleg villa og engum sparkað út. Spurningin er hvort að Ísland sjái sér betri kost en þennan til þess að stemma stigum við Markkanen í kvöld?
Hérna er meira um tölfræði af mótinu
Liðsfélagi Lauri á Twitter:
First the fans, now even the players want to get my guy's jersey so bad!! I mean.. can u blame them!? @MarkkanenLauri #iwant1too #susijengi pic.twitter.com/KENN8kBQFR
— Petteri Koponen (@KoponenPetteri) September 6, 2017
Myndband frá brotinu:
Þegar allar varnir þrjóta… #korfubolti pic.twitter.com/k910Y0Hq3E
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) September 6, 2017