spot_img
HomeFréttirHvað verður um Kobe ?

Hvað verður um Kobe ?

 
Kobe tekur sig vel út í rauðu

Lítið annað er talað um vestra hafs en brottför Kobe Bryant frá LA Lakers. Kobe hefur iðulega verið tengdur skiptum til Chicago Bulls en talið er að hann vilji ekki taka þátt í neinum skiptum til Bulls ef Luol Deng muni vera hluti af þeim skiptum. Einnig hafa þær sögusagnir sprottið upp að Dallas Mavs muni hafa áhuga að koma að skiptum á Kobe en Mark Cuban eigandi liðsins drap þær sögusagnir fljótt niður "Þetta er ekki að fara að gerast.Við erum með flottann hóp sem stendur." sagði Cuban eftir stórsigur sinna manna á Cleveland í nótt

 

Lakers hafa haft samband við Chicago og beðið um hvorki meira né minna en Luol Deng, Ben Gordon Tyrus Thomas og nýliðann Joakim Noah fyrir Kobe. En þessi skipti getur Kobe ekki fallist á því eftir stendur hann með ekkert lið í höndunum.

 

Annar díll sem rætt hefur verið um er þriggja skipta díll með Sacramento Kings. Þau skipti hljóða uppá að Chicago fái Kobe, Lakers myndu fá Ron Artest og Ben Wallace svo myndu Kings fá Ben Gordon og PJ Brown. Ólíklegt þykir þó að þessi skipti fari í gegn. En hvað sem líður vilja forráðamenn Lakers líklega fara að ljúka þessu veseni sem allra fyrst því eitthvað hlýtur þetta að trufla einbeitningu liðsins í heild sinni við að komast af stað í deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -