Nýverið lyfti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 112,5 kg. í bekkpressu en eins og margir körfuknattleiksáhugamenn þekkja þá sagði hún skilið við parketið og snéri sér alfarið að lyftingum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. 112,5 kg. eru öngvir geisladiskar á lyftingastönginni svo okkur lék forvitni á því að vita hvernig Gróa, eins og hún er oftast kölluð, stenst samanburð.
Á dögunum fengu lesendur Karfan.is að senda inn sitt landslið og úr því kom ansi sterkur hópur leikmanna. Í stað þess að reyna að hafa samband við þá alla og spyrja hvað þeir taki í bekk er hér með skorað á lesendalandsliðið að senda inn sína þyngd í bekknum og vera nú ekki feimnir við samanburðinn. Oftar en ekki er mælieining hreystimennsku karla bundin við þyngdir í bekkpressu (hvernig sú niðurstaða varð ofaná er ritstjórn með öllu óljós) og því ekki úr vegi að kanna hvort lesendalandsliðið okkar eigi roð í Gróu.
Hér er liðið sem lesendur Karfan.is völdu:
1. Jón Arnór Stefánsson
2. Hlynur Bæringsson
3. Pavel Ermolinski
4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson
5. Jakob Örn Sigurðarson
6. Logi Gunnarsson
7. Haukur Helgi Pálsson
8. Helgi Már Magnússon
9. Brynjar Þór Björnsson
10. Finnur Atli Magnússon
11. Hörður Axel Vilhjálmsson
12. Jón Ólafur Jónsson
Jæja menn, hver er ykkar tala í bekknum? Sendið svörin á [email protected] … ef þið þorið!