Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Hólmvíkingurinn Frikki Beast, Valsarinn Steinar Aronsson og Halli Karfa úr Smáranum.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Run and Gun fóru í ærlegt fyrri umferðar uppgjör á liðum fyrstu deildar karla. Farið er í verðlaunaafhendingar, þar sem gestir þáttarins og stjórnandi útnefna bestu leikmenn, bestu sjöttu menn og margt fleira. Hér fyrir neðan má sjá hvað Run and Gun fannst koma mest á óvart í fyrstu 11 umferðunum ásamt því sem kannski kom minnst á óvart.
Óvæntast og ekki óvæntast á tímabilinu:






