spot_img
HomeFréttirHvað gerist í dag hjá Chris Paul?

Hvað gerist í dag hjá Chris Paul?

Í dag ræðast við Chris Paul og félag hans New Orleans Hornets en Paul hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið. Paul er með bindandi samning til næstu tveggja ára hefur þó ekki farið formlega fram á að vera skipt.
Ræðir hann við Monty Williams, nýjan þjálfara liðsins ásamt nýja framkvæmdastjóranum Dell Demps og forseta klúbbsins Hugh Weber. Í dag er talið að niðurstaða fáist í málið og hann óski formlega eftir að vera skipt eða forráðamenn New Orleans geti sannfært hann að vera áfram.
 
Paul vill vera í liði sem vill vinna og hefur nefnt New York og Orlando sem mögulega áfangastaði. En ef félagið sýnir tilburði til þess að styrkja það og efla þá gæti hann verið tilbúin að vera áfram.
 
Hornets hafa aðeins fengið einn leikmann í sumar en það er miðherjinn Aaron Gray.
 
Félagið vill þó ekki skipta sinni skærustu stjörnu en félagið hefur látið þá Byron Scott og Tyson Chandler fara frá félaginu og það fór fyrir brjóstið á Paul en þeir voru nánir.
 
Eftir að New Orleans komst í úrslit vesturdeildarinnar árið 2008 hefur gengi liðsins verið á hraðri niðurleið. Þeir duttu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2009 og núna síðast komust þeir ekki einu sinni í hana.
 
emil@karfan.is
 
Mynd: Verður Chris Paul á faraldsfæti í sumar?
Fréttir
- Auglýsing -