spot_img
HomeFréttirHvað gerir Marcus Walker fyrir KR í kvöld?

Hvað gerir Marcus Walker fyrir KR í kvöld?

 

KR tekur í kvöld á móti Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar. Fyrir leikinn hafa KR náð í tvo sigra gegn einum Hauka og geta þeir því með sigri sent deildarmeistarana í sumarfrí. Sigri KR ekki í kvöld verður leikinn oddaleikur milli liðanna í Hafnarfirði komandi þriðjudag kl. 19:15.

 

Mikið hefur verið um meiðsl í herbúðum Íslandsmeistaranna, sem í lok síðasta mánuðar náðu í Helga Magnússon. Fyrir leik kvöldsins bættu þeir hóp sinn þó enn meira með því að senda eftir KR-ingnum Marcus Walker, en þó hann hafi ekki spilað með aðalliði félagsins í nokkur ár, þá lék hann með B-liði þess fyrr í vetur og því að fullu gjaldgengur.

 

 

 

 

 

Leikur dagsins

 

Dominos deild karla – undanúrslit:

KR Haukar – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

(KR leiðir einvígið 2-1)

Fréttir
- Auglýsing -