spot_img
HomeFréttirHvað gerir Grindavík í Stykkishólmi?

Hvað gerir Grindavík í Stykkishólmi?

 

Einn leikur er í Dominos deild kvenna í kvöld. Í honum taka meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, á móti Grindavík. Snæfell sem stendur í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím við topp deildarinnar á meðan að Grindavík er neðst í deildinni, en þær hafa sigrað aðeins 3 leiki af þeim 19 sem þær hafa spilað í vetur. Leikurinn mun vera sá fyrsti sem að nýráðinn þjálfari félagsins, Páll Axel Vilbergsson, stýrir liðinu í.

 

Þá eru fjórir leikir í 1. deild karla. Kannski helstan er þar að nefna slag Vals og Breiðabliks í Kópavoginum. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar, 4 stigum fyrir aftan Fjölnir í 2. sætinu.

 

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild karla

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Snæfell Grindavík – kl. 19:15

 

 

1. deild karla:

Breiðablik Valur – kl. 18:30

Hamar Höttur – kl. 19:15

FSu Vestri – kl. 19:15

Fjölnir Ármann – kl. 19:30

 

Fréttir
- Auglýsing -