spot_img
HomeFréttirHvað ef körfubolti væri eins og fótbolti?

Hvað ef körfubolti væri eins og fótbolti?

 
Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jimmy Kimmel velti upp athyglisverði spurningu á dögunum þegar hann spurði: Hvað ef körfubolti væri eins og fótbolti?
 
Með hliðsjón af fyrstu leikjunum á HM í knattspyrnu fannst honum sjaldan draga til tíðinda í Suður-Afríku á HM í knattspyrnu og þaðan var rannsóknarspurning Kimmel sprottin. Hvað ef körfubolti væri eins og fótbolti?

Knattspyrna er kannski ekki hátt skrifuð í Bandaríkjunum í samanburði við NBA deildina sem notuð er til samanburðar í þessu mynbroti frá Kimmel. Það sem er kannski athyglisverðara við þetta efni Kimmel er að Bandaríkjamenn eiga knattspyrnulið á mótinu í Suður-Afríku sem vann sinn riðil og má þar t.d. nefna að Englendingar voru með þeim í riðli. Nærtækari spurning fyrir Kimmel væri kannski: Hvernig væri bandaríska knattspyrnuliðið og fótboltinn næði einhverjum hæðum í landinu?

Fréttir
- Auglýsing -