Þessa dagana fer fram lokaúrslitaviðureign Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers annað árið í röð. Þessi rimma er merkileg fyrir margar sakir. Ein þeirra er kannski sú að leiðtogar hvors liðs fyrir sig, þeir Lebron Raymone James hjá Cleveland og Wardell Stephen Curry II hjá Golden State, fæddust á sama sjúkrahúsinu í Akron Ohio. Curry þann 14. mars árið 1988, en Lebron fjórum skólaárum áður þann 30. desember árið 1984.
Borgin Akron er í Ohio fylki Bandaríkjanna og er í samanburði við aðrar borgir þar langt frá því að vera stór (#116 á lista stærstu borga) Þar búa tæplega 200 þúsund einstaklingar. Því mætti velta fyrir sér hvernig það gæti verið að báðir þessir leikmenn hafi fæðst þar?
Þess má einnig geta að annarrar umferðar val Los Angeles Lakers fyrir þetta tímabil, sonur fyrsta troðslukóngs deildarinnar Larry Nance, Larry Nance jr. er einnig fæddur á þessum, nú, fræga spítala. Það verður þó að þykja ólíklegt að hann taki við keflinu þegar að þessir tveir hafa lokið sér af. Maður veit þó aldrei.