spot_img
HomeFréttirHunter býst við að leiktíðin 2011-2012 verði blásin af í NBA

Hunter býst við að leiktíðin 2011-2012 verði blásin af í NBA

Billy Hunter forstjóri leikmannasamtaka NBA deildarinnar er myrkur í máli þessi dægrin og telur afar líklegt að leiktíðin 2011-2012 verði blásin af. Segir Hunter ástæðuna vera sú að nokkrir nýjir eigendur í deildinni séu ,,harðlínumenn“ og að við þeim verði ekki tjónkað í samningaviðræðum.
Hunter mun hafa tjáð sig við hóp lögmanna og kvaðst að ef hann myndi þurfa að veðja á framhaldið þá yrði leiktíðin í heild sinni felld niður. ,,Það eru 800 milljónir dollara á ári sem skilja okkur að og báðir aðilar þurfa eitthvað í þessum samningaviðræðum sem gerir okkur kleift að bjarga andliti,“ sagði Hunter en á mánudag var samningafundur milli deilenda og var útkoman sú að báðir aðilar væru í raun á sama stað og þegar verkfallið hófst 1. júlí síðastliðinn.
 
Staðan hefur valdið því að leikmannasamtökin hafa kvatt skjólstæðinga sína til þess að leita sér samninga utan NBA deildarinnar. Það mun þó gilda um alla NBA leikmenn á samningi að þurfa að snúa aftur til síns liðs í Bandaríkjunum ef af leiktíðinni verður.
 
Fréttir
- Auglýsing -