spot_img
HomeFréttirHungur Vals meiri í lokin

Hungur Vals meiri í lokin

Valskonur tóku á móti Grindavíkurstelpum í sveiflukenndum leik á Hlíðarenda. Valur vann leikinn að lokum en hann var jafn þar til í fjórða leikhluta. 

 

Þáttaskil

Grindvíkingar eltu meiri hlutann af fyrsta leikhluta, þær snéru stöðunni við og leikurinn breyttist snögglega hjá stelpunum. Voru Grindvíkingar sex stigum yfir eftir leikhlutann. Leikurinn snérist við og Valur elti Grindvíkinga í þriðja leikhluta og setti Íris Sverrisdóttir niður mikilvæga þrista fyrir Grindvíkinga í leikhlutanum til að viðhalda forskotinu. Þær voru 7 stigum yfir í hálfleik. Augljóst var að Valsstelpur voru hungraðar í sigur þar sem þær mættu dýrvitlausar í þriðja leikhluta, settu niður þrist og voru með læti. Leikurinn hélt áfram að vera jafn en Valsstelpur voru þó komnar yfir. Í fjórða leikhluta var leikurinn allt annar. Valsstelpur unnu sér inn fyrir sigrinum og enduðu leikinn 15 stigum yfir.

 

Hetjan

Það kom ekki á milli mála hver hetja leiksins var en Mia Loyd skilaði 34 stigum og tók 15 fráköst fyrir Valskonur. Íris Sverrisdóttir stóð sig vel fyrir Grindvíkinga og var að skila inn mikilvægum þristum.

 

Kjarninn

Leikur Vals og Grindavíkur var jafn fram í fjórða leikhluta þegar Valsstelpur mættu hungraðar í sigur og náðu að vinna leikinn með 15 stigum. Mikill munur var á stemningu liðanna og var bekkurinn með hjá Val allan leikinn á meðan ekki heyrðist í Grindavíkur stelpunum. Á meðan erlendi leikmaður Valskona var að tjalda öllu til þá átti Angela helling inni miðað við það sem hún sýndi í síðasta leik hjá Grindavík.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun / Jenný Ósk Óskarsdóttir 

Fréttir
- Auglýsing -