spot_img
HomeFréttirHugrakkur Spanoulis fer til erkióvinanna

Hugrakkur Spanoulis fer til erkióvinanna

 
Risavaxnar fréttir af gríska boltanum fara nú hátt þessi misserin en Vassilis Spanoulis hefur gert þriggja ára samning við gríska liðið Olympiacos. Spanoulis kemur frá erkifjendunum í Panathiniakos en þessi tvö félög hafa um áratugabil eldað saman grátt silfur í gríska íþróttalífinu.
Síðustu fjögur ár hefur Spanoulis verið á mála hjá Panathiniakos og m.a. orðið grískur meistari, grískur bikarmeistari og verið fyrirferðamikill með liðinu í meistaradeild Evrópu. Á síðasta tímabili gerði hann 10,3 stig og gaf 3,6 stoðsendingar í 14 Meistaradeildarleikjum.
 
Ljósmynd/ Gríski landsliðsmaðurinn Vassilis Spanoulis er farinn frá Panathiniakos til Olympiacos. Hans fyrsti leikur á gamla heimavellinum gæti orðið ansi áhugaverður enda ástríðan og lætin í grísku stúkunum löngu heimsfræg.
 
Fréttir
- Auglýsing -