11:21:00
Larry Hughes var maður næturinnar í NBA-boltanum þar sem hann tryggði sínum mönnum í Chicago Bulls sigur á Utah Jazz með þriggja stiga flautukörfu. Lokaspretturinn var æsispennandi og skiptust liðin á að leiða, en þegar skot Derricks Rose geigaði hrökk boltinn út til Hughes sem nýtti tækifærið vel.
Í Portland lögðu heimamenn Sacramento Kings naumlega að velli, 90-91. Portland leiddi lengst af en Kings komu sterkir til baka í fjórða leikhluta. Þá kom Brandon Roy til skjalana og leiddi sína menn til sigurs. Greg Oden sneri aftur í byrjunarliðið en átti afleitan leik og vill sennilega gleyma sínu framlagi sem fyrst.
Hér eru úrslit næturinnar:
Milwaukee 101
Orlando 108
Philadelphia 84
Charlotte 93
Houston 107
Miami 98
San Antonio 94
Memphis 81
Chicago 101
Utah 100
Sacramento 90
Portland 91
New Orleans 99
LA Clippers 87
ÞJ