Hrund Jóhannsdóttir miðherji úr Val mun leika með Keflavík á næsta tímabili í Iceland Express deildinni. Samningur milli Keflavíkur og leikmannsins var undirritaður á dögunum.
Hrund mun koma til með að vera í frákastabaráttunni fyrir Keflavík næsta tímabil en víða var pottur brotinn hjá þeim í vetur á þeim vettvangi. Hrund hirti tæplega 10 fráköst ásamt því að skora 10 stig að meðaltali í leik með Val í vetur.



