spot_img

Hrunamenn styrkja sig

Hrunamenn og Þór Þorlákshöfn hafa komist að samkomulagi um að bakvörðurinn Arnór Bjarki Eyþórsson muni leika með Flúðaliðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla.

Ekki er um eiginleg félagaskipti að ræða, heldur venslasamning, en eftir að hafa komið heim úr bandaríska háskólaboltanum fyrir tímabilið hafa tækifærin verið af skornum skamti hjá Þórsurum það sem af er tímabili.

Arnór Bjarki á 22. ári og er að upplagi frá Selfoss, en síðast lék hann þar heilt tímabil í fyrstu deildinni 2020-21 og skilaði þá 9 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -