spot_img
HomeFréttirHrunamenn/Selfoss meistarar 2. deildar ungmennaflokks

Hrunamenn/Selfoss meistarar 2. deildar ungmennaflokks

Fyrr í mánuðinum var sameinað lið Hrunamanna og Selfoss meistari 2. deildar ungmennaflokks karla eftir sigur gegn Skallagrím í úrslitaleik í Vallaskóla á Selfossi, 116-89. Hrunamenn/Selfoss tóku strax stjórn á leiknum og sigldu heim öruggum sigri.

Óðinn Freyr Árnason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 30 stigum, 4 stoðsendingum og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -