spot_img
HomeFréttirHrunamenn/Laugdælir upp í 1. deild

Hrunamenn/Laugdælir upp í 1. deild

 

KV liðar mættu í heimsókn á Flúðir í gærkvöldi til þess að etja kappi við heimamenn í Hrunamenn/Laugdælum, og var mikið undir, sæti í 1. deild á næsta tímabili með öllu tilheyrandi. Vel var mætt í íþróttahúsið á Flúðum og létu áhorfendur heyra vel í sér.

 

Eftir hægar upphafsmínútur þá vöknuðu Hrunamenn aðeins hraðar en Vesturbæingar og höfðu forystu eftir 1. leikhluta 16-11. Heimamenn voru líka sterkari í 2. leikhluta og var staðan eftir hann 41-28. Í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og lauk leiknum með sanngjörnum 21 stigs sigri heimaliðsins 84-63.

 

Atkvæðamestir gestanna voru Ásmundur Magnússon með 18 stig og Snorri Sigurðsson og Andri Skúlason settu 12 stig hvor, hjá Hrunamönnum/Laugdælum skoraði Florijan Jovanov 23 stig og Bjarni Bjarnason bætti við 22 stigum.

Við óskum Hrunamönnum/Laugdælum og Sunnlendingum öllum til hamingju með góðann árangur í 2. deildinni í vetur.

 

 

Sigurður Orri Kristjánsson

Fréttir
- Auglýsing -