spot_img
HomeFréttirHrunamenn/Laugdælir meistarar í 2. deild

Hrunamenn/Laugdælir meistarar í 2. deild

Hrunamenn/Laugdælir urðu deildarmeistarar í 2. deild karla eftir öruggan sigur á Gnúpverjum í úrslitaleik deildarinnar sem fram fór í gærkvöldi. Bæði lið höfðu tryggt sér þátttökurétt í 1. deild karla að ári en deildarmeistaratitillinn var undir í kvöld. 

 

Til að gera langa sögu stutta var sigur Hrunamanna/Laugdæla öruggur frá fyrstu mínútu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-18 og eftir það var ekki aftur snúið. Gnúpverjar átti engin svör við spilamennsku Hrunamanna/Laugdæla en liðið hefur verið gríðarlega sterkt í deildinni allt tímabilið og er vel að titlinum komið. 

 

Lokastaðan var 101-73 fyrir Hrunamenn/Laugdæli og því deildarmeistaratitill 2. deildar karla staðreynd. Gnúpverjar geta þó vel við unað en liðið hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Þeir eru tiltölulega nýstofnað lið og því frábær árangur að vera komið í 1. deild karla á næsta ári. 

 

Stigaskor leikmanna af facebook síðu Hrunamanna:

Hrunamenn/Laugdælir: Florijan 32, Russell 18, Siggi Haff 15, Bjarni 14, Elís 6, Hjalli 6, Keli 4, Eddi 3, Orri 2, Vitaliy 1. Gummi og Pálmi lögðu auðvitað sitt í púkkið án þess að skora.

Gnúpverjar: Hraunar 15, Ásgeir 12, Þórir 11, Ívar 9, Bjarki 8, Ægir 8, Eyþór 5, Hlynur 4, Haukur 1. Hákon Bjarnason og hinir einu sönnu uppsveitamenn liðsins Nonni frá Stóra-Núpi og Jóhannes frá Hvammi komu einnig við sögu en settu ekki stig að þessu sinni.

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Viðtöl / Gestur Einarsson frá Hæli

Mynd / KKÍ

 

Fréttir
- Auglýsing -