Hringdu ehf. og Kkd.UMFG sem gengu í samstarf á dögunum, munu bjóða stuðningsmönnum Grindavíkur upp á fría hamborgara á Salthúsinu fyrir stór-oddaleikinn á móti Njarðvík annað kvöld.
Veislan hefst kl. 17:00 og mun Láki á Salthúsinu ásamt sínu frábæra starfsfólki, steikja hamborgara á meðan birgðir endast!
Forsala á þennan stórleik hefst kl. 20:00 í kvöld hjá Ásu (Glæsivellir 9, gsm 894 8743) og verður svo framhaldið á morgun en frá og með kl. 17:00 verður Ása mætt í hamborgaraveisluna með forsöluna.
Það má algerlega búast við að stútfullt verði út úr dyrum á þennan stórleik og því gildir að tryggja sér miða sem fyrst.



