spot_img
HomeFréttirHringabrjótur með í för til Mónakó

Hringabrjótur með í för til Mónakó

16:15

{mosimage}

 

 (Kristinn gerir sig kláran í troðsluna, stuttu síðar var hringurinn allur)

 

Íslenska karlalandsliðið mætti úrvalsliði Einars Jóhannssonar í æfingaleik á miðvikudag sem liður í undirbúningi landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana í Mónakó sem hefjast í næstu viku. Landsliðið hafði öruggan sigur í leiknum en minnstu munaði að ekki hefði verið hægt að ljúka leik í Smáranum þar sem leikurinn fór fram.

 

Þegar skammt var til leiksloka brunaði Fjölnismaðurinn Kristinn Jónasson upp að körfunni, tróð með tilþrifum og … braut körfuhringinn!

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var þetta sannkölluð skrímslatroðsla enda gaf hringurinn sig og á neðstu myndinni má sjá hversu mikið hann hallar. Skammt var til leiksloka eða tæp mínúta og urðu liðin að sætta sig við að leika með boginn hringinn það sem eftir lifði leiks.

 

Kristinn var hinn sprækasti í leikslok og vildi nú ekki meina að hann hefði bætt á sig nokkrum kílóum síðustu vikur, ósennilegt þykir að körfuhringurinn í Smáranum sé sammála honum. ,,Nei, ég er reyndar búinn að léttast,” svaraði Kristinn aðspurður en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann brýtur körfu.

 

,,Ég hef einu sinni áður brotið körfu en þá var ég 8 ára og hringurinn var á tréspjaldi. Ég er bara mest pirraður á því að hafa ekki rifið hringinn í Smáranum alveg niður,” sagði Kristinn hress í bragði en viðurkenndi þó að hann væri feginn að ekki skyldi hafa farið verr en raun bar vitni.

 

Kristinn heldur nú á sína fyrstu Smáþjóðaleika með landsliðinu en hvernig er formið á honum og hver er tilfinningin fyrir mótinu? ,,Ég er í þokkalegu formi en ég tel okkur vera að fara með sterkt lið út og á meðan við náum að hanga í stærri þjóðum eins og Hollendingum og Belgum þá ættum við að eiga góðan séns í Mónakó,” sagði Kristinn hringabrjótur Jónasson.

 

Verða körfuhringirnir í hættu í Mónakó?

,,Vonandi brýt ég bara sem flesta þar!”

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -