Leikmenn í bandarískum háskólum undirbúa sig nú af krafti fyrir komandi átök í háskóladeildunum og þar eru Haukur Helgi Pálsson og félagar í stórliðinu Maryland engin undantekning.
Á Karfan TV er nú hægt að nálgast ,,work-out video“ hjá strákunum í Maryland og sést glitta smávegis í Hauk og menn eru að taka vel á því þessa dagana.