spot_img
HomeFréttirHreggviður Steinar Magnússon: Vörnin vinnur alltaf titla.

Hreggviður Steinar Magnússon: Vörnin vinnur alltaf titla.

23:00

{mosimage}

Hreggviður Steinar Magnússon átti mjög góðan leik hjá ÍR í kvöld og var með 13 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hreggviður var ánægður með sitt lið eftir sigurinn gegn KR og sagði grundvöllinn að þessum sigri vera góð vörn ÍR-inga í leiknum. Hreggviður hafði þetta að segja um leikinn

Það er búið að vera mikill stígandi í þessu ÍR-liði og við komum mjög afslappaðir í þennan leik og sýnum það frá fyrstu mínútu, við tókum yfirhöndina og vorum með yfirhöndina í 40 mínútur. Þeir komust aðeins nálægt okkur hérna í seinni hálfleik en svo kláruðum við þetta mjög öruggt.

Nú voruð þið komnir með ansi margar villur og margir í villuvandræðum.

Það er bara þannig að vörnin sigrar alltaf titla þannig að við erum að einbeita okkur að því að líma sama vörnina og sýnum það í kvöld að vörnin var að skila sigri í kvöld.

Hvernig spáir þú næsta leik?
77-69 ÍR í vil

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -