spot_img
HomeFréttirHreggviður snýr heim til ÍR

Hreggviður snýr heim til ÍR

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Hreggvið Magnússon um að spila með liðinu næstu tvö tímabil. Mikil ánægja ríkir í stjórn deildarinnar með að fá Hreggvið aftur heim í Hellinn, en hann hefur spilað með KR síðustu tvo vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍR.
Í tilkynningunni segir ennfremur:
 
ÍR-ingum er vel kunnugt hvað Hreggviður getur gert á vellinum og er endurkoma hans skref í átt að háleitum markmiðum félagsins fyrir næsta vetur. Fyrr í vor hefur verið samið við Jón Arnar Ingvarsson um að þjálfa liðið og Steinar Arason um að vera Jóni til aðstoðar. Á síðustu vikum hafa því tveir ÍR-ingar, Steinar og Hreggviður, verið endurheimtir í Breiðholtið. 
 
Fréttir
- Auglýsing -