spot_img
HomeFréttirHreggviður S Magnússon Íþróttamaður ÍR 2007

Hreggviður S Magnússon Íþróttamaður ÍR 2007

19:12
{mosimage}

(Hreggviður ásamt Jóni Arnari þjálfara sínum) 

Íþróttamenn ÍR 2007 voru kjörnir um helgina og í því tilefni var efnt til mikillar hátíðar í ÍR heimilinu. Allar deildir félagsins höfðu valið þá íþróttamenn (karl og konu) sem þóttu skara fram úr á árinu og eins og áður hefur komið fram var Hreggviður Steinar Magnússon útnefndur körfuknattleiksmaður ársins. Frá þessu er greint á www.ir-karfa.is  

Engin körfuboltakona var útnefnd að þessu sinni. Aðalstjórn ÍR valdi þau Kristínu Birnu Ólafsdóttur frá frjálsíþróttadeild og Hreggvið S Magnússon frá körfuknattleiksdeild sem Íþróttakonu og Íþróttamann ÍR fyrir 2007. Þetta eru stórglæsilegir fulltrúar íþróttastarfsins hjá ÍR, enda bæði afreksfólk í íþrótt sinni og sannar fyrirmyndir.  

Hreggviður átti mjög gott ár 2007, var að spila mjög vel með sínu liði og var valinn í A landsliðið. Var óheppinn að meiðast, þannig að hann missti af landsleikjunum í haust.  

www.ir-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -