01:08
{mosimage}
(Hreggviður Magnússon var stigahæstur allra á vellinum)
ÍR vann sinn þriðja sigur í Iceland Express-deildinni þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli 82-97 í Ásgarði. Eftir leiki kvöldsins eru ÍR-ingar í 8.-11. sæti með sex stig eins og Stjarnan, Tindastóll og Fjölnir.
Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur og mátti hvorugt liðið við því að glata stigum. Í lokin reyndust ÍR-ingar sterkari í frekar jöfnum leik. Bæði lið tefldu fram nýjum amerískum leikmönnum í leiknum. Hjá Stjörnunni var Calvin Roland að leika sinn fyrsta leik og hjá ÍR er Nate Brown kominn aftur. Í upphafi náði hvorugt liðið almennilegum tökum á leiknum en í stöðunni 14-15 skoruðu ÍR-ingar sex stig í röð þar sem Ómar Sævarsson og Þorsteinn Húnfjörð skoraði eina körfu og staðan 14-21 gestunum í vil. Calvin Roland átti síðasta orðið í leikhlutanum og minnkaði muninn í fimm stig 20-25.
{mosimage}
ÍR-ingar hófu 2. leikhluta að kappi en þeir skoruðu níu fyrstu stig leikhlutans og náðu 14 stiga forystu. Á þessum leikkafla skoraði Hreggviður Magnússon sex stig og Nate Brown þrjú. ÍR-ingar héldu áfram að auka muninn og varð hann mestur 16 stig 27-43. Stjarnan náði að vinna sig á ný inn í leikinn og minnkuðu þeir muninn jafnt og þétt og Stjörnumenn náðu að minnka muninn í níu stig fyrir lok fyrri hálfleiks, 38-47.
Frábær byrjun hjá heimamönnum í seinni hálfleik gerði leikinn spennandi. Þeir skoruðu fyrstu átta stigin og breyttu stöðunni í 46-47 þar sem Sævar Haraldsson, Kjartan Kjartansson og Dimitar Karadzovski skoruðu fyrir stigin fyrir Stjörnuna. Liðin skiptust á nokkrum körfum og Stjarnan komst yfir í fyrsta skipti síðan í 1. leikhluta þegar Kjartan Kjartansson setur niður þriggja-stiga skot fyrir heimamenn og þeir yfir 53-51. Breiðhyltingar komast fljótlega aftur yfir með tveimur þristum frá Hreggviði Magnússyni og Sveinbirni Claessen, 53-57. Stjarnan skorar næstu stig leiksins og koamst yfir á ný áður en ÍR-ingar fara aftur yfir og þegar leikhlutinn var allur var staðan 64-65 gestunum í vil.
{mosimage}
Í lokaleikhlutinn var jafn í upphafi og jafnræði með liðunum. Þau skiptust á að skora en í stöðunni 72-78 fóru gestirnir að keyra upp muninn og höfðu að lokum fimmtán stiga sigur 82-97. Stjörnumenn fóru að brjóta til þess að senda á línuna og taka mikla sénsa og það nýttu ÍR-ingar sér og sigur þeirra var því kannski í stærri lagi.
Stigahæstur hjá ÍR var Hreggviður Magnússon með 31 stig en hann tók einnig sjö fráköst. Sveinbjörn Claessen setti 25 stig og Nate Brown var með 20 stig í sínum fyrsta leik á leiktíðinni.
Hjá Stjörnunni skoraði Dimitar Karadzovski 24 stig og Calvin Roland var með 17 stig og 10 fráköst.
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



