spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHrafnhildur leiddi Hamar/Þór til sigurs

Hrafnhildur leiddi Hamar/Þór til sigurs

Það var boðið upp á spennandi leik í Grindavík er heimastúlkur tóku á móti Hamar/Þór. Bæði lið töpuðu seinasta leik og vildu klárlega koma sér strax á sigurbrautina. Það sýndi sig vel í fyrsta leikhluta þegar mikil barátta var til staðar og ásamt stressi sem skilaði sér í töpuðum og stolnum boltum en stigaskorið fór hægt á stað.

Grindavík leiddi mest allan fyrri hálfleik og í raun og veru leit alltaf út fyrir að það væri bara tímaspursmál hvenær þær myndu ná upp almennilegu forskoti. En Hamar voru ekki á því og leiddar áfram af Hrafnhildi Magnúsdóttur í lok leikhlutans tókst Hamar/Þór að jafna 30-30.

Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en um miðjan fjórða leikhluta tókst Hamar/Þór að ná upp tveggja körfu mun og þá kom reynsluleysi Grindavíkurstúlka í ljós sem fóru að flýta sér of mikið í sókninni þó í raun væri nægur tími eftir til að jafna og komast yfir. Það má því segja að í lokin hafi reyndari menn Hamars/Þórs leitt liðið til sigurs meðan reynsluleysið varð Grindavík að falli. Lokatölur 56-64.

Hjá Hamar/Þór var Fallyn Elizabeth Ann Stephens stigahæst með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hrafnhildur Magnúsdóttir stýrði liðinu eins og herforyngi og setti 13 stig, 7 fráköst og 3 stolnir. Síðan verður að nefna þátt Þórunnar Bjarnadóttur en að hafa slíkan reynslubolta sem kemur með ró og yfirvegun inn á leikvöllinn er dýrmætt.

Hjá Grindavík var Hekla Eik Nökkvadóttir með enn eina tvennu, 17 stig 10 fráköst ásamt 5 stoðsendingum, Hulda Björk Ólafsdóttir var með 16 stig og 5 stolna og systurnar Natalía og Thea Jónsdætur með 9 stig hvor.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd / Hamar-Þór FB

Fréttir
- Auglýsing -