spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHrafnhildur í Höllina

Hrafnhildur í Höllina

Þór Akureyri hefur samið við Hrafnhildi Magnúsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Hrafnhildur er 20 ára bakvörður/framherji sem kemur til liðsins frá Snæfell, en hún er að upplagi frá Hrunamönnum.

Þórsarar verða á nýjan leik með lið í meistaraflokki kvenna, en tímabil þeirra rúllar af stað heima þann 1. október gegn Ármanni í Reykjavík

Tilkynning:

Kvennalið Þórs í körfubolta hefur samið við Hrafnhildi Magnúsdóttir sem er kemur til liðs frá Snæfelli og mun hún leika með liðinu í 1. deildinni í vetur.

Hrafnhildur er 20 ára gömul, 167 sentímetra há og spilar hvort heldur sem bakvörður eða framherji og ku vera hörkuspilari.

Það var Daníel Andri Halldórsson þjálfari sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þórs

Bjóðum Hrafnhildi velkomna til Þórs og vonum að henni eigi eftir að líða vel hjá félaginu.

Fréttir
- Auglýsing -