10:39
{mosimage}
Hrafn Kristjánsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Þór Akureyri í gær og ersamningurinn uppsegjanlegur af beggja hálfu milli tímabila. Frá þessu er greint áheimasíðu Þórs, www.thorsport.is
Hrafn er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá þessu og segir að einhverjarbreytingar verði á leikmannahópnum. Helgi Hrafn Þorláksson heldur til Reykjavíkuraftur sem og Bjarni Konráð Árnason. Þá er Guðmundur Oddsson á leið erlendis tilnáms. Í staðinn kemur Bjarki Ármann Oddsson aftur heim frá KR og þá á Hrafn von áað gamall félagi úr KFÍ, Baldur Ingi Jónasson, verði með liðinu næsta vetur en hannstefnir á frekara nám á Akureyri.
Hrafn segir einnig að stefnan sé að styrkja sig með tveimur íslenskum leikmönnum sem og tveimur erlendum.