"Við stóðum okkur bara alls ekki nógu vel í dag, allir sem komu að leiknum hjá okkur. Ég var með þreytt lið inná vellinum í fjórða leikhluta býst ég við. Það er eitthvað sem ég mögulega hefði getað skoðað eitthvað betur. það breytir því ekki að mér finnst að við eigum að vinna öll lið á Íslandi hérna inni. Þessi frammistaða er engan vegin boðleg".
"Við hentum boltanum bara oftast algjörlega hjálparlaust útaf vellinum. Vorum oft með möguleika á að skora auðveldar körfur. Við hentum boltanum bara beint útaf vellinum og það er varla hægt vinna leik með svona marga tæknifeila. Svo þegar boltanum er hent inní og það er tvöfaldað þá tölum við ekki sama, látum ekki vita af því og látum stela af okkur boltanum trekk í trekk. Það er margt sem hjálpast að í svona leikjum og þetta var bara engan vegin nógu góð frammistaða. Maður nær oft ekki að súmmera þetta svona rétt eftir leik en við höfum tíma fram að njarðvíkurleiknum til þess að taka okkur saman í andlitinu og við bara verðum að gera það".
Eftir frækinn sigur í bikarleiknum eftir tvöfalda framlengingu þá spyr maður sig hvort leikmenn KR hafi hreinlega verið saddir?
"Það held ég ekki og það ætti ekki að vera. Við ræddum það sjálfir að við vorum ekki beint ánægður með hvernig frammistaða var hjá okkur í bikarleiknum og vildum svolítið reyna að keppa á móti þeirri frammistöðu og gera betur. Mér fannst við aldrei vera nálægt því".