Hrafn Kristjánsson yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur óskað eftir að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram á www.breidablik.is
Stjórn körfuknattleiksdeildar hefur fallist á þessa ósk hans. Hrafn mun halda áfram sem yfirþjálfari deildarinnar og þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Stjórn deildarinnar hefur lagt áherslu á barna- og unglingastarf og mun þessi ákvörðun styrkja enn frekar það góða starf sem Hrafn hefur unnið á þeim vettvangi.
Unnið er að ráðningu nýs þjálfara meistaraflokks.



