„Mér fannst við gefa þeim bara nokkuð góðan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Karfan TV eftir tapleik með Stjörnunni í DHL Höllinni. KR hafði þá betur 103-91 en Hrafn sagði Garðbæinga hafa sannað að þeir ættu heima í toppbaráttunni með liði eins og KR en var eins og gefur að skilja engan veginn sáttur með hvernig sínir menn héldu á spilunum síðasta leikhlutann.



