Það er óhætt að segja að Hrafn Kristjánsson hafi verið í mikilli sigurvímu eftir bikarleik helgarinnar. Eftir leik inn í klefa tók hann sína menn og hélt “ræðuna”. Þar boðaði hann sitt lið í Ásgarð þar sem fagnað yrði að hætti Rómverja/Grikkja. Ekki þykir sannað að fögnuðurinn um kvöldið hafi orðið að veruleika en hugmyndin í það minnsta mjög forvitnileg. Myndbandið hér að neðan segir allt sem segja þarf.



