spot_img
HomeFréttirHrært í súpunni - hvað gerist næstu tvær umferðir?

Hrært í súpunni – hvað gerist næstu tvær umferðir?

Nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Domino´s-deild karla er línur víða farnar að skýrast um röðun liða en þó getur röðin enn breyst. Karfan.is ætlar að fara yfir þá möguleika sem í boði eru, hræra aðeins í þessari súpu sem deildin er.

KR á eftir að mæta FSu í kvöld og ÍR á fimmtudag, sigur í öðrum leiknum tryggir þeim deildarmeistaratitilinn og fyrsta sætið. Eins ef Stjarnan tapar öðrum af sínum leikjum þá er KR orðið deildarmeistari. 1. til 2. sæti.

Keflavík er með 28 stig og á eftir að mæta ÍR og Stjörnunni, vinni þeir báða þá enda þeir númer 2. Tapi þeir báðum leikjunum geta þeir endað í 5. sæti. Upptalning á öllum möguleikum myndi æra óstöðugan svo við segjum að Keflavík geti endað í 2. til 5. sæti.

Stjarnan  er með 28 stig og á eftir að mæta Snæfell og Keflavík. Stjarnan á enn möguleika á að verða deildarmeistari, ef þeir vinna báða leiki sína og KR tapar báðum. Tapi þeir báðum geta þeir endað í 5. sæti. 1. til 5. sæti.

Haukar eru með 26 stig og eiga eftir að mæta Njarðvík og Hetti. Vinni þeir báða leiki sína þá geta þeir endað í 3. sæti, Keflavík eða Stjarnan endar alltaf a.m.k. með 30 stig og Haukar eru með verra innbyrðis á bæði liðin svo þeir komast aldrei í annað sætið. Haukar geta jafnframt endað í 7. sæti efir tapa báðum leikjunum sem eftir eru. 3. til 7. sæti.

Þór Þ. er með 24 stig og eiga eftir að mæta Hetti og Snæfelli. Vinni þeir báða leikina og Stjarnan tapar báðum þá getur Þór  farið í 3. sætið. Tapi Þór báðum geta þeir endað í 7. sætinu. 3. til 7. sæti.

Tindastóll er með 24 stig og eiga eftir að mæta Grindavík og FSu. Vinni þeir báða eiga þeir möguleika á 3. sætinu, skiptir ekki máli hvort Keflavík eða Stjarnan tapar báðum og vissulega þurfa Haukar að tapa báðum líka. Tindastóll getur jafnframt endað í 7. sæti. 3. til 7. sæti.

Njarðvík er með 22 stig og á eftir að mæta Haukum og Grindavík. Vinni þeir rest geta þeir endað í 4. sæti en komast ekki neðar en í 7. sæti. 4. til 7. sæti.

Margir hafa velt fyrir sér hvað ræður röðinni ef Tindastóll og Njarðvík eru jöfn þar sem bæði liðin unnu einn leik og báðir unnust með 9 stiga mun. Þau eru því hnífjöfn með 1 sigur hvort, stigamunur í innbyrðis viðureignum er 0 og bæði liðin hafa skorað jafnmörg stig í innbyrðis viðureignum. Þá er næst kíkt á stigamun í deildinni í heild og þar er Tindastóll búinn að skora 1708 stig og hefur fengið á sig 1621 sem gerir 87 í mun en Njarðvík hefur skorað 1686 og fengið á sig 1631 sem gerir 55 stig. Verði þau enn jöfn eftir þetta þá er það lið ofar sem skorað hefur fleiri stig í deildinni, Tindastóll væri ofar núna með 1708 stig gegn 1686 stigum Njarðvíkinga. Allt er þetta samkvæmt leikreglum FIBA, kafla D.

Þá er það baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni sem er barátta milli Snæfells, Grindavíkur og ÍR.

Snæfell er með 16 stig og á eftir að mæta Stjörnunni og Þór Þ. Vinni Snæfell báða eru þeir í 8. sætinu en tapi þeir báðum,  Grindavík tapar báðum og ÍR vinnur báða þá er Snæfell í 10. sæti. 8. til 10. sæti.

Grinadvík er með 16 stig og á eftir að mæta Tindastól og Njarðvík. Vinni Grinadvík einum leik meira en Snæfell þá er Grindavík komið í 8. sætið en þeir geta einnig endað í 9. sæti, jafnvel þó ÍR vinni báða leiki sína og Grindavík tapi báðum. 8. til 9. sæti.

ÍR er með 12 stig og á eftir að mæta Keflavík og KR. Vinni þeir báða leiki sína og Snæfell og Grindavík tapa báðum þá er ÍR komið í 8. sæti og úrslitakeppni eftir þar sem 2 stórir sigrar á Snæfell myndu vega þungt. Tapi ÍR leik þá enda þeir í 10. sæti. 8. til 10. sæti.

FSu og Höttur eru bæði fallin. Liðin eru bæði með 6 stig og FSu hefur betur innbyrðis svo eina breytingin á röðun yrði ef Höttur myndi vinna einum leik meira en FSu. 11. til 12. sæti.
 

Staða
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 20 16 4 32 1821/1528 91.1/76.4 9/1 7/3 90.5/71.9 91.6/80.9 4/1 8/2 -1 +4 -1 1/2
2. Keflavík 20 14 6 28 1899/1800 95.0/90.0 6/4 8/2 96.2/92.3 93.7/87.7 2/3 6/4 +1 -2 +1 5/1
3. Stjarnan 20 14 6 28 1674/1550 83.7/77.5 8/2 6/4 86.4/76.1 81.0/78.9 3/2 7/3 +2 +1 +2 5/2
4. Haukar 20 13 7 26 1704/1547 85.2/77.4 6/4 7/3 82.7/78.5 87.7/76.2 5/0 7/3 +6 +3 +3 1/2
5. Þór Þ. 20 12 8 24 1705/1586 85.3/79.3 5/5 7/3 86.3/77.7 84.2/80.9 3/2 6/4 +1 +1 -1
Fréttir
- Auglýsing -