spot_img
HomeFréttirHraðskreitt nafn til Keflavíkur

Hraðskreitt nafn til Keflavíkur

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkurkvenna hafa samið við bandaríska bakvörðinn Porsche Landry um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild kvenna.
 
 
Porsche lék með liði Houston Cougars í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún skoraði 16,6 stig og var með um 5 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta árið sitt. Porsche er ætlað að fylla það skarð sem Jessica Jenkins skilur eftir sig frá sl. tímabili. 
Fréttir
- Auglýsing -