spot_img
HomeFréttirHoward vann troðslukeppnina

Howard vann troðslukeppnina

11:34

{mosimage}

Dwight Howard miðherji NBA-liðsins Orlando Magic sigraði í troðslukeppni NBA-deildarinnar í New Orleans í nótt. Howard notaði m.a. rauða skikkju og var með merki Ofurmannsins á keppnisbúningnum og sýndi hann góð tilþrif. Gerald Green frá Minnesota varð annar en hann sigraði í þessari keppni í fyrra.

„Þessi sigur skipti miklu máli fyrir fyrir mig. Ég gerði þetta fyrir alla stóru strákana í deildinni. Það eru margir sem segja að stórir leikmenn geti ekki troðið með tilþrifum. Ég elska að troða boltanum í körfuna og 90% af þeim stigum sem ég skora í deildinni eru troðslur,“ sagði Howard.

Í fyrsta sinn gátu áhorfendur tekið þátt í stigagjöfinni í troðslukeppninni en Julius Erving og Magic Johnson voru í fimm manna dómnefnd.

Tilþrifin sem vöktu mesta athygli hjá Howard var þegar hann stóð við endalínu vallarins fyrir aftan körfuna. Þaðan kastaði hann boltanum í aftanvert spjaldið áður. Hann stökk síðan upp, greip boltann í loftinu, og tróð boltanum í körfuna með vinstri.

Gerald Green setti m.a. litla köku með  logandi kerti ofaná körfuhringinn alveg við spjaldið. Hann stökk síðan upp og blés á kertið áður en hann tróð boltanum í körfuna.

„Ef Green hefði borðað kökuna áður en hann tróð hefði það dugað til sigurs,“  sagði Howard um tilþrifin hjá Green.

Tilþrif næturinnar má sjá hér.

www.mbl.is

Mynd: www.nba.com

Fréttir
- Auglýsing -