Miðherjinn Dwight Howard hefur verið sendur til Charlotte Hornets frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Í staðinn fær Atlanta Miles Plumlee, Marco Belinell, 31. valrétt í nýliðavalinu.
Howard var með 13,5 stig, 12,7 fráköst og 1,2 varið skot að meðaltali í 74 leikjum á síðasta tímabili.